Olís deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2024
Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu.
Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun:
Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna
Karen Tinna Demian – ÍR
Háttvísisverðlaun HDSÍ karla
Árni Bragi Eyjólfsson – Afturelding
Besta dómaraparið:
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
Besti varnarmaður Olís deildar kvenna
Thea Imani Sturludóttir – Valur
Besti varnarmaður Olís deildar karla
Alexander Örn Júlíusson – Valur
Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna
Elín Rósa Magnúsdóttir – Valur
Besti sóknarmaður Olís deildar karla
Elmar Erlingsson – ÍBV
Besti markmaður Olís deildar kvenna
Hafdís Renötudóttir – Valur
Besti markmaður Olís deildar karla
Björgvin Páll Gústavsson – Valur
Besti þjálfari í Olís deildar kvenna
Ágúst Þór Jóhannsson – Valur
Besti Þjálfari í Olís deildar karla
Sigursteinn Arndal – FH
Efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín – Fram
Efnilegast leikmaður Olís deildar karla
Elmar Erlingsson – ÍBV
Besti leikmaður í Olís deildar kvenna
Elín Klara Þorkelsdóttir – Haukar
Besti leikmaður í Olís deildar karla
Benedikt Gunnar Óskarsson – Valur
Sigríðarbikarinn – Milivægasti leikmaður Olís deildar kvenna
Sigríðarbikarinn er kenndur við Sigríði Sigurðardóttir sem á sínum tíma var fyrst íslenskra kvenna til að verða valinn íþróttamaður ársins eftir sigur á Norðurlandamótinu 1964. Handhafi Sigríðarbikarsins 2024 var valin Thea Imani Sturludóttir – Valur.
Valdimarsbikarinn – Milivægasti leikmaður Olís deildar karla
Valdimarsbikarinn er kenndur við Valdimar Sveinbjörnsson leikfimikennara sem á sínum tíma hóf þjálfun og kennslu á handknattleik á Íslandi. Handhafi Valdimarsbikarsins 2024 var valinn Aron Pálmarsson – FH.