Olís deild karla hefst aftur eftir landsleikjahlé á morgun með einum leik þegar Valur tekur á móti Akureyri. Umferðin klárast síðan á fimmtudag með fjórum leikjum. ÍR tekur á móti ÍBV, FH tekur á móti Víking, Haukar taka á móti Aftureldingu og að lokum sækir Fram Gróttu heim.
Valur – Akureyri – miðvikudagur kl. 19:00: Valsmenn hafa unnið báða leiki þessara liða í deildinni fyrir leikinn á morgun. Valur vann fyrri leikinn á Akureyri 27-19 og seinni leikinn í Valshöllinni 26 – 23. Markahæstu menn Vals og Akureyri eru Guðmundur Hólmar hjá Val með 88 mörk og Bergvin Þór Gíslason hjá Akureyri með 78 mörk.
ÍR – ÍBV – fimmtudagur kl. 19:30: Leikir þessara liða í deildinni hafa verið háspenna lífshætta þar sem ÍBV hefur unnið báða leikina með minnsta mun. Fyrri leikinn vann ÍBV 32 – 31 í Vestmannaeyjum og í Austurbergi vann ÍBV 27- 26. Markahæstu menn liðanna eru Theodór Sigurbjörnsson ÍBV með 98 mörk og Sturla Ásgeirsson ÍR með 111 mörk.
FH – Víkingur – fimmtudagur kl. 19:30: Fyrir leikinn á fimmtudag hafa liðin skipt á milli sín sigrum. FH sigraði fyrri leikinn í Kaplakrika 27 – 26 og Víkingur hafði betur í Víkini 30 – 27. Markahæstu menn liðanna eru Einar Rafn Eiðsson FH með 123 mörk og hjá Víkingum er það Karolis Stropus með 63 mörk.
Haukar Afturelding – fimmtudagur kl. 19:30: Leikir þessara liða hafa verið miklir baráttu leikir. Bæði lið hafa unnið einn leik hvor. Afturelding vann fyrri leik liðana í N1 höllinni með minnsta mun 24 – 23 og Haukar unnu seinni leikinn í Schenkerhöllinni 26 – 19. Markahæstu menn þessara liða eru Janus Daði Smárason hjá Haukum með 121 mark og Árni Bragi Eyjólfsson Afturelding með 78 mörk.
Grótta – Fram – fimmtudagur kl. 20:00: Liðin hafa skipt á milli sín sigrum í deildinni fyrir þennan leik. Fram vann fyrri leikinn í Framhúsinu með einu marki 23 – 22 og Grótta vann seinni leikinn seinni leikinn í Hertz höllinni 28 – 24. Markahæstu menn liðana eru Þorgrímur Smári Ólafsson hjá Fram með 79 mörk og hjá Gróttu er Finnur Ingi Stefánsson með 93 mörk.