Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 4. og 5.flokks laugardaginn 25.janúar, frá kl. 9-12 og 13-16.

Fjallað verður um hvernig eigi að standa að líkamlegri þjálfun í þessum aldursflokkum. HSÍ er búið að móta stefnu í þessum málum og verður farið ítarlega í hana. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.

Einar Óli Þorvarðarson sjúkraþjálfari, Kristján Ómar Sigurðsson styrktarþjálfari og Ragnar Óskarsson styrktarþjálfari munu sjá um kennslu á þessu námskeiði.

Námskeiðsgjald er kr. 6.000 og þarf að ganga frá greiðslu áður en námskeiðið byrjar.

Allar nánari upplýsingar gefur Árni Stefánsson í síma 825 6000.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á þetta námskeið skulu skrá sig með tölvupósti til arnistef@hsi.is.