HSÍ | Mótakerfi HSÍ beintengt Sportabler
Opnað var í dag fyrir tengingu úr mótakerfi HSÍ við Sportabler þegar Ólafur Víðir Ólafsson, mótastjóri HSÍ klippti formlega á borðann við hátíðlega athöfn á skrifstofu HSÍ. Með tengingunni geta þjálfarar sótt leiki í mótakerfi HSÍ og birt leikina fyrir sína iðkendur og foreldra inni í Sportabler. Sjálfvirk uppfærsla á úrslitum og breytingar á leiktímum koma þá sjálfkrafa í Sportabler.
Viðstaddir opnunina í dag voru þeir Óskar Bjarni Óskarsson, yfirþjálfari Vals og Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri Víkings ásamt Gunnari Magnússyni, íþróttastjóra HSÍ og frá Sportabler voru það Markús Máni Maute og Andrés Már Jóhannesson.