Á morgun laugardagur, 1. október, verður dregið í 32 liða úrslitum karla og 16 liða úrslitum kvenna í Coca Cola bikarnum.
Dregnar verða 8 viðureignir hjá körlum og konum.
Í pottinum hjá meistaraflokki karla eru: Afturelding, Akureyri 1, Akureyri 2, FH, Fjölnir 1, Fjölnir 2, Fram, Grótta, HK 1, HK 2, Hvíti Riddarinn, ÍBV 1, ÍBV 2, ÍF Mílan, ÍR, KR, Selfoss, Stjarnan, Valur 2, Víkingur, Þróttur og Þróttur Vogum.
Liðin sem sitja hjá eru Haukar og Valur ásamt 6 síðustu liðunum úr pottinum. Leiknar verða 8 viðureignir í 32 liða úrslitum karla og eru þær leiknar 23./24. október nk.
Í pottinum hjá meistaraflokki kvenna eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV , ÍR, Selfoss, Stjarnan 1, Stjarnan 2, Valur 1, Valur 2 og Víkingur.
Ekkert lið situr hjá og er dregið í 8 viðureignir. Verða þær leiknar 8./9. nóvember nk.
Dregið verður í beinni útsendingu á RÚV strax að loknum leik Gróttu og Hauka á Seltjarnarnesi og er áætlað að bikardrátturinn hefjist kl.15.35