Karlalið Aftureldingar vann þriggja marka sigri á Val í kaflaskiptum leik í Meistarakeppni HSÍ.
Lið Aftureldingar hóf leikinn af krafti og náði mest 5 marka í fyrri hálfleik en Valsmenn komu sterkur tilbaka og náðu að jafna áður en liðin gengu til búningsherbergja, staðan í hálfleik 12-12.
Jafnræði var á með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en síðustu 15 mínúturnar náði Afturelding að slíta sig frá Val og halda 2-3 marka forystu til leiksloka.
Markaskorarar Vals:
Anton Rúnarsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Vignir Stefánsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Stiven Tobar Valencia 1, Sveinn Jose Rivera 1, Alexander Örn Júlíusson 1.
Markaskorarar Aftureldingar:
Ernir Hrafn Arnarsson 6, Mikk Pinnonen 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Gunnar Kristinn Þórsson 4, Elvar Ásgeirsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1.