Hinn árlegi leikur um meistara meistarana, eða Meistarakeppni HSÍ, fer fram á miðvikudag í Vestmannaeyjum. Heimamenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og mæta því Fram sem hlaut silfurverðlaun í bikarnum á liðnu keppnistímabili. Með þessum leik fer handknattleiksvertíðin af stað og langþráð bið á enda. Olísdeild karla hefst svo með látum á sunnudag með frábærum leikjum í fyrstu umferð.
Meistarakeppni HSÍ mfl. karla:
ÍBV – Fram, miðvikudag kl. 18.30
í beinni á Stöð 2 Sport.
Olísdeild karla, 1. umferð:
ÍBV – Grótta, sunnudaginn 9. sept. kl. 16.00
Fram – Valur, sunnudaginn 9. sept. kl. 18.00
Stjarnan – Afturelding, sunnudaginn 9. sept. kl. 19.30
KA – Akureyri, mánudaginn 10. sept. kl. 19.00
ÍR – Selfoss, miðvikudaginn 12. sept. kl. 19.30
Haukar – FH, miðvikudaginn 12. sept. kl. 19.30
Niðurröðun leikja í Olísdeild karla má sjá hér.
Beinar útsendingar hjá Stöð 2 Sport má sjá hér.
Allir á völlinn og styðjum okkar lið!