Í dag var leikið í Meistarakeppni HSÍ en leikirnir marka jafnan upphaf handboltavertíðarinnar
Meistarakeppni HSÍ kvenna fór fram í Safamýri og þar áttust við deildarmeistarar Fram og KA/Þór sem endaði í 2.sæti Coca Cola bikarsins. KA/Þór byrjaði af krafti í dag og staðan í hálfleik var 10:17. Fram-liðið kom sterkara til leiks í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í 16:19. Þegar flautað var til leiksloka 23:30 og fyrsti titill norðan stúlkna staðreynt.
Í liði KA/Þórs var það Martha Hermannsdóttir sem var markahæst með 7 mörk og Rut Jónsdóttir skoraði 5 mörk. Í liði Fram var það Ragnheiður Júlíusdóttir sem var markahæst með 7 mörk og Perla Ruth Albertsdóttir kom næst með 4 mörk.
Meistarakeppni HSÍ karla fór fram í Orgio höllinni í dag og þar áttust við lið deildarmeistara Vals og bikarmeistara ÍBV. Upphafsmínúturnar á Orgio vellinum voru jafnar en lið ÍBV hafði yfirhöndina þegar blásið var til hálfleiks og staðan 12:14. ÍBV hélt forustunni út allan leikinn en Valsmenn náðu að minnka muninn niður í 1 mark um miðjan seinni hálfleik. Leikurinn endaði með 24:26 sigri ÍBV.
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk og Sigtryggur Rúnarsson kom næstu með 5 mörk. Í liði Vals skoruðu Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson 6 mörk hvor.
Til hamingju KA/Þór og ÍBV!