Markvarðaþjálfun HSÍ | Æfingar í Víkinni
Keyrum þetta í gang!
Það er komið haust, handboltinn rúllar og nú förum við af stað með markvarðaæfingar á vegum HSÍ eins og sambandvið hefur gert undanfarin ár.
Við ætlum að vera í Víkinni á sunnudögum kl 10:00-11:15 flesta sunnudaga fram í apríl. Við byrjum núna á sunnudaginn, 9.október.
Þjálfarar, markverðir og foreldrar eru hvattir til að mæta í Víkina á sunnudagsmorgnum og taka góða markvarðaæfingu og styðja við þennan mikilvæga þátt leiksins.
Markvarðaæfingarnar í október eru opnar fyrir allar stelpur og stráka í 6.-3.flokki.
Æft er í Víkinni í október á eftirfarandi dagsetningum:
9.okt, 23.okt og 30.okt.
Í október verður þemað hjá okkur 9m skot þar sem við ætlum að læra um bein og dregin skot, vinna í samhæfingu augna, handa og fóta + vinna í reflexunum og splittinu.
Tilgangurinn er ekki einungis að taka góða æfingu heldur einnig að hittast, ræða málin og læra æfingar sem markverðirnir geta svo gert hjá sínu félagsliði.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Markvarðateymi HSÍ.