Sunnudaginn 27. September verður haldið námskeið í líkamlegri uppbyggingu handboltamannsins frá barnsaldri til fullorðinsaldurs. Farið verður vel yfir líkamlega þjálfun í 5. Flokki til 2. Flokks. 

Námskeiðið verður haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Starfsteymi HSÍ í Líkamlegri þjálfun hefur sett upp grind að þjálfun handboltamannsins og verður farið vel í fræðin á bak við það ásamt verklegri kennslu. Farið verður bæði í styrktarþjálfun með og án tækja og tóla. Einnig verður farið yfir bæði stignunina á þjálfuninni, þ.e. miðað við aldur og þroska, og síðan tímabilaskiptingu í eldri flokkunum.

Þjálfarar fá með sér grindina, æfingar, dæmi um prógrömm og aðgang að internet linkum sem sýna æfingar og prógrömm.

Líkamleg þjálfun er gríðarlega mikilvægur þáttur í þjálfun afreksmannsins. Með því að byrja markvissa þjálfun fyrr þá eykst styrkur og gæði leikmanna. 

Markmiðið er að allir þjálfarar yngri flokka geti sinnt lágmarksþörf á markvissri styrktarþjálfun hjá sínum flokki.

Allir þjálfarar eru hvattir til að mæta á námskeiðið. Þeir þjálfarar sem eru með æfingar hjá sínum flokkum á sama tíma eru beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir. Námskeiðið á að stuðla að markvissari styrktarþjálfun hjá yngri flokkum.

Kostnaði er haldið í algjöru lágmark.

Verð: 4500 kr. Greitt við innganginn eða með millfærslu (nánar við skráningu)

Dagskrá námskeiðsins:

1) 9:00-10:15 Fyrirlestur – Styrktarþjálfun, 5. og 4. flokkur

2) 10:15-11:30 Fyrirlestur – Styrktarþálfun, 3. og 2. flokkur

3) 12:30-14:30 Verklegt í íþróttasal og lyftingasal

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst með að senda e-mail á aron@hsi.is með nafni og félagi.

Athugið að lágmarksfjölda þarf til að námskeiðið verði haldið.

Síðasti dagur skráningar er sunnudagurinn 20. September