Tveir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppni Olísdeildar karla og kvenna í kvöld. Hjá körlunum eigast við FH og Aftureldning í Kaplakrika og kvenna megin eru það Grótta og Stjarnan sem mætast í Hertz höllinni.
Komið er að fjórða leik Gróttu og Sjörnunnar í undanúrslitum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Staðan er 2-1 fyrir Gróttu sem getur tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið í kvöld. Grótta vann fyrsta leik liðanna eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni. Í öðrum leik liðanna var Gróttu dæmdur sigur, þá vann Stjarnan þriðja leik liðanna sl. þriðjudag.
Leikir liðanna í vetur:
24. sept.
Stjarnan – Grótta
29-26
19. nóv.
Grótta – Stjarnan
20-21
4. mars
Grótta – Stjarnan
28-24
Komið er að þriðja leik FH og Aftureldingar í undanúrslitum í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Staðan er 2-0 fyrir FH og með sigri í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í úrslitaviðureigninni. Leikir liðanna hafa verið nokkuð jafnir í vetur og má því búast við hörkuleik í kvöld.
Leikirnir í vetur:
28. sept.
Afturelding – FH
27-26
1. des.
FH – Afturelding
23-23
23. mars
FH – Afturelding
30-26
Markahæstuleikmenn FH í vetur eru þeir Einar Rafn Eiðsson með 170 mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson með 161 mark, báðir léku þeir í 27 leiki í vetur. Hjá Aftureldingu eru markahæstir þeir Árni Bragi Eyjólfsson með 159 mörk og Elvar Ásgeirsson með 103 mörk, þér léku einnig 27 leiki. í vetur
LEIKIR DAGSINS:
18.30
Grótta – Stjarnan
Hertz höllin
Bein útsending á RÚV2
20.00
FH – Afturelding
Kaplakriki
Bein útsending á RÚV2