Í dag fer fram oddaleikur í undanúrslitum umspils fyrir Olísdeild kvenna þar sem KA/Þór tekur á móti FH á Akureyri. Lið KA/Þórs hefur haft yfirhöndina í viðureignum liðanna í vetur þar sem það tók 5 stig af 6 mögulegum í deildarleikjunum. Í umspilinu er staðan hins vegar 1-1 og allt getur gerst. Liðið sem vinnur í dag mætir liði Selfoss í úrslitum um sæti í Olísdeild kvenna.

Leikir liðanna í vetur:

15. okt.
FH – KA/Þór
25-25

20. nóv.
KA/Þór – FH
25-21

18. feb.
KA/Þór – FH
24-22

Markahæstar í vetur hjá FH eru þær Fanney Þóra Þórsdóttir með 126 mörk í 20 leikjum og Laufey Lára Höskuldsdóttir með 67 mörk í jafnmörgum leikjum. Hjá KA/Þór eru það þær Martha Hermannsdóttir með 179 mörk í 20 leikjum og Katrín Vilhjálmsdóttir með 84 mörk í 18 leikjum.

Atkvæðamestar í liði FH í umspilinu eru Fanney Þóra Þórsdóttir með 13 mörk og Laufey Lára Höskuldsdóttir með 8 mörk. Hjá KA/Þór er Martha Hermannsdóttir markhæst með 14 mörk og á eftir henni kemur Aldís Ásta Heimisdóttir með 9 mörk.

LEIKUR DAGSINS:

18.00
KA/Þór – FH
    KA heimilið

        
Bein útsending á KA TV