Kristín Guðmundsdóttir úr Val og ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson voru valin bestu leikmenn Olís-deilda karla og kvenna á lokahófi HSÍ. Efnilegustu leikmenn deildanna eru Egill Magnússon úr Stjörnunni og Lovísa Thompson úr Gróttu.
Fjölmargar viðurkenningar voru veittar á hófinu, venju samkvæmt, og má nefna að Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu voru útnefndir þjálfarar ársins í Olís-deildunum. Viggó Kristjánsson úr Gróttu var valinn leikmaður ársins í 1.deild karla, Kristján Örn Kristjánsson úr Fjölni var valinn efnilegastur og Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var útnefndur þjálfari ársins í 1.deild karla.
Viðurkenningarnar eru þessar:
Besti leikmaður í Olís-deildar kvenna 2015:
Kristín Guðmundsdóttir – Val
Besti leikmaður í Olís-deildar karla 2015:
Björgvin Þór Hólmgeirsson – ÍR
Besti varnarmaður Olís-deildar kvenna 2015:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir – Gróttu
Besti varnarmaður Olís-deildar karla 2015:
Guðmundur Hólmar Helgason – Val
Besti sóknarmaður Olís-deildar kvenna 2015:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Selfossi
Besti sóknarmaður Olís-deildar karla 2015:
Björgvin Þór Hólmgeirsson – ÍR
Besti markmaður Olís-deildar kvenna 2015:
Íris Björk Símonardóttir – Gróttu
Besti markmaður Olís-deildar karla 2015:
Stephen Nielsen – Val
Efnilegasti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015:
Lovísa Thompson – Gróttu
Efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla 2015:
Egill Magnússon – Stjörnunni
Besti þjálfari í Olís-deildar kvenna 2015:
Kári Garðarsson – Gróttu
Besti þjálfari í Olís-deildar karla 2015:
Einar Andri Einarsson – Aftureldingu
Besti varnarmaður 1.deildar karla 2015:
Ægir Hrafn Jónsson – Víkingi
Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2015:
Viggó Kristjánsson – Gróttu
Besti markmaður 1.deildar karla 2015:
Magnús Gunnar Erlendsson – Víkingi
Besti þjálfari í 1.deild karla 2015:
Gunnar Andrésson – Gróttu
Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2015:
Kristján Örn Kristjánsson – Fjölni
Leikmaður ársins í 1.deild karla 2015:
Viggó Kristjánsson – Gróttu
Besta dómaraparið 2015:
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
Sigríðarbikarinn 2015:
Íris Björk Símonardóttir – Gróttu
Valdimarsbikarinn 2015:
Giedrius Morkunas – Haukum
Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2015:
Íris Björk Símonardóttir – Gróttu
Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2015:
Hlynur Morthens – Val
Unglingabikar HSÍ 2015:
Afturelding
Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2015:
Viggó Kristjánsson – Gróttu – 192 mörk
Markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Selfossi – 159 mörk
Markahæsti leikmaður Olís-deildar karla 2015:
Björgvin Þór Hólmgeirsson – ÍR – 168 mörk
Þá voru valin úrvalslið Olís-deildanna og eru þau þannig skipuð:
Úrvalslið karla:
Markvörður:
Giedrius Morkunas, Haukum
Línumaður:
Kári Kristján Kristjánsson, Val
Vinstra horn:
Sturla Ásgeirsson, ÍR
Vinstri skytta:
Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR
Leikstjórnandi:
Janus Daði Smárason, Haukum
Hægri skytta:
Jóhann Gunnar Einarsson, Aftureldingu
Hægra horn:
Kristján Jóhannsson, Akureyri
Úrvalslið kvenna:
Markvörður:
Íris Björk Símonardóttir, Gróttu
Línumaður:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu
Vinstra horn:
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Vinstri skytta:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi
Leikstjórnandi:
Kristín Guðmundsdóttir, Val
Hægri skytta:
Thea Imani Sturludóttir, Fylki
Hægra horn:
Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni