Mótanefnd HSÍ hefur borist þátttökutilkynning frá 18 karlaliðum og 13 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2014-2015.
Eitt nýtt lið kemur inn hjá konunum en það er ÍR. HSÍ vill sérstaklega bjóða ÍR velkomið til leiks.
Þar sem 18 lið eru skráð til keppni munu liðum í Olís deild karla fjölga úr 8 í 10 fyrir næsta keppnistímabil en í fyrstu deild karla verða 8 lið. Leikin verður þreföld umferð í báðum deildum. Í Olís deild karla verður svo leikin 8 liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitili og munu 2 lið falla beint í 1.deild en efsta lið 1.deildar ásamt sigurvegara úr umspili liðanna í 2.-5. sæti fyrstu deildar munu taka sæti þeirra
Í Olís deild kvenna verða 13 lið og leikin tvöföld umferð í deildarkeppni og 8 liða úrslitakeppni um íslandsmeistaratitil.
Deildarskiptingin á næsta ári er eftirfarandi:
Olís deild karla
Afturelding, Akureyri, FH, Fram, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, Stjarnan, Valur
Olís deild kvenna
Afturelding, FH, Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur
1.deild karla
Fjölnir, Grótta, Hamrarnir, ÍH, KR, Selfoss, Víkingur, Þróttur
Mótanefnd HSÍ