Liðið var staðráðið í því að bæta fyrir jafnteflið í gær á móti Færeyjum og mættu gríðarlega einbeittar til leiks. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en staðan var 11-11 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir Íslensku stelpurnar en þær norsku komust strax í 14-11 og ekki nema 2 mínutur liðnar af seinni hálfleik. Íslensku stelpurnar sýndu mikinn karakter og náðu að jafna í 15-15 og komast yfir 16-15 og 18-16 og mikil spenna, stelpurnar náðu að halda þessum mun út leikinn og unnu 20-18 að lokum.
Frábær íslenskur sigur á Noregi þar sem að allt liðið stóð sig gríðarlega vel og enn spiluðu stelpurnar góða vörn og sóknarleikurinn gekk vel. Það sem skipti öllu máli var að liðið náði að stoppa hraðaupphlaup Noregs.
Mörkin skoruðu
Ragnheiður 7
Birta 3
Hulda Dags 3
Elena 2
Sigrún 1
Hulda B. 1
Díana 1
Þórhildur 1
Thea 1
Markvarsla:
Elín 12 skot varin (40%)