Íslenska U-18 ára landslið karla hélt í gær til Gdansk í Póllands þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handknattleik. Liðið vann sér þáttökurétt í lokakeppninni með því að ná öðru sæti í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Svíþjóð í janúar.

Ísland hefur leik í keppninni í dag kl. 17 að íslenskum tíma, þegar það mætir liði Serbíu.

Leikir liðsins eru sem hér segir:

14.ágúst              kl. 17     Ísland-Serbía

15.ágúst              kl. 15     Ísland-Svíþjóð

17.ágúst              kl. 17     Ísland-Sviss

Leikir í milliriðlum verða leiknir 18.-20.ágúst og síðan verður spilað um sæti dagana 22.-24.ágúst.

Leikir liðsins verða sýndir beint á netinu á eftirfarandi síðum:

http://eurohandballpoland2014.pl/en/live-streaming-available-now/

 

http://www.laola1.tv/

Leikmenn íslenska liðsins eru:

Grétar Ari Guðjónsson – Haukar

Einar Baldvin Baldvinsson – Víkingi

Arnar Freyr Arnarson – Fram

Aron Dagur Pálsson – Grótta

Birkir Benediktsson – Afturelding

Dagur Arnarsson – ÍBV

Egill Magnússon – Stjarnan

Hákon Daði Styrmisson – ÍBV

Henrik Bjarnason – FH

Hlynur Bjarnason – FH

Leonharð Harðarson – Haukar

Óðinn Þór Ríkharðsson – HK

Ómar Ingi Magnússon – Selfoss

Kristján Örn Kristjánsson – Fjölnir

Sigtryggur Rúnarsson – Aue

Sturla Magnússon – Valur

Þjálfarar liðsins eru Einar Guðmundsson og Sigursteinn Arndal.