Íslensku strákarnir sigruðu Makedóna í dag og stigu stórt skref í átt á lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.
Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti, komust í 4-1 og síðan var staðan 10-4 um miðjan fyrri hálfleik. Munurinn hélst og staðan í hálfleik var 14-10. Strákarnir gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 10 mín seinni hálfleiks, vörnin var mjög góð og Grétar frábær í markinu, staðan eftir 40 mín var 20-12. Ísland slakaði full mikið á undir lokin og unnu nauman sigur 26-25 sem þó var aldrei í hættu.
Markaskorarar Íslands:
Egill
7
Ómar
5
Aron Dagur
3
Hákon Daði
3
Birkir
2
Henrik
2
Arnar Freyr
1
Óðinn
1
Leonharð
1
Sturla
1
Grétar átti frábæran leik og varði 19 skot og Einar Baldvin varði 2
Nú er ljóst að Ísland mun keppa um sæti 9.-12. á mótinu. Næsti leikur verður á föstudag kl. 15:30 á móti Hvíta-Rússlandi. Sigurvegarinn í þeim leik mun tryggja sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári, þar sem 10 efstu þjóðirnar fá þátttökurétt þar.