Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik U-18 sigraði Króata í lokaleik EM 33-29. Þeir lentu í 9.sæti á mótinu, unnu 5 leiki gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik og tryggðu sér þátttökurétt á HM í Rússlandi á næsta ári.
Strákarnir voru staðráðnir í því að klára mótið á sannfærandi hátt og þeir gerðu það. Í dag vantaði þá Ómar Magnússon og Birki Benediktsson, sökum leikbanns og meiðsla. Aðrir tóku aukna ábyrgð og Kristján Kristjánsson nýtti sitt tækifæri frábærlega og skoraði 11 mörk, hve
rt öðru fallegra.
Mörk Islands gerðu
Kristján 11
Egill 6
Óðinn 5
Sturla 3
Hlynur 2
Hákon, Dagur,Arnar, Leonhard, Henrik og Aron Dagur 1 hver
Grétar varði 12 skot og þar af 1 víti
Strákarnir geta verið stolltir af árangri sínum. Unnu sterkar handboltaþjóðir eins og Króata, Rússa, Hvít Rússa, Makedóna og Serba. Þeir gerðu svo jafntefli við Svía þar sem Svíar jöfnuðu á síðustu sekúndunum og töpuðu með 2 marka mun fyrir Sviss. Sem sagt 5 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap.
Strákarnir halda heim á leið á morgun.