Ísland tapaði fyrir Grikkjum 19-20 í leik sem var að ljúka í undankeppni EM sem fram fer nú um helgina í Skopje í Makedóníu.
Grikkir skoruðu sigurmarkið 15 sekúndum fyrir leikslok en Ísland fékk dauðafæri þegar 2 sekúndur voru eftir til að jafna en skoruðu ekki.
Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir Íslandi.
Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Alexander Örn Júlíusson 5, Gunnar Malmquist 4/4, Böðvar Ásgeirsson 3, Birkir Benediktsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Óskar Ólafsson 2 og Janus Daði Smárason 1.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 16 bolta í markinu og Grétar Ari Guðjónsson 1.
Íslenska liðið mun spila á morgun á móti Ítölum og á sunnudaginn gegn Makedóníu.