Ísland mætir Slóveníu á morgun kl 10:30 í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi.
Lið Slóveníu sigraði Norðmenn 34-29 í 8 liða úrslitum keppninnar, í leik þar sem Slóvenía var með frumkvæðið allan leikinn og Normenn náðu einungis tvisvar að jafna leikinn.
Ísland sigraði eins og allir vita lið Brasilíu í 8 liða úrslitum.
Íslensku strákarnir ætla sér að sjálfsögðu sigur í þessum leik en það er samt ljóst að Ísland mun alltaf spila um medalíu á þessu móti, leikurinn á morgun ræður hinsvegar litnum á metalíunni sem spilað verður upp á.
Slóvenar spiluðu í D-riðli og unnu þar Brasilíu, Túnis, Japan og Argentínu. Þá gerðu þeir jafntefli við Frakka, en Frakkar spila líka til undanúrslita á mótinu, mæta Spánverjum á morgun kl 13:00. Í 16 liða úrslitum sigruðu Slóvenar lið Króatíu 26-23 og sem fyrr segir lið Normanna í 8 liða úrslitum 34-29.
Markahæsti maður Slóveníu eru nr. 8 Janc Blaz með 53 mörk en næst á eftir honum koma nr. 13 Malus Jaka (33 mörk) og Marguc Gal (30 mörk). Janc er næst markahæstur á mótinu á eftir Óðni okkar Ríkharðssyni (56 mörk).
Nánari tölfræði um lið Slóveníu má sjá hér:
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/SLOTOTAL.pdf
Íslenskur strákarnir notuðu daginn í dag til þess að undirbúa leikinn á morgun með æfingu og videofund en auk þess notuðu þeir daginn í m.a. til að fara í verslunarleiðangur og keilu, sjá myndir að neðan.
Alla leiki úrslitakeppninnar má sjá hér:
http://uralhandball2015.com/en/match/playoff.php
Eins og áður er hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu á þessum síðum:
http://uralhandball2015.com/stream-divs.php
http://ihf.info/IHFCompetitions/WorldChampionships/MensYouthWorldChampionships/MensYouthWorldChampionshipRUS2015/livestreaming/tabid/7243/Default.aspx
Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á Twitter, Instagram og Vine, þá uppfærum við Facebook síðu sambandsins með fréttum af mótinu.
https://twitter.com/hsi_iceland
https://instagram.com/hsi_iceland/
https://vine.co/u/1173677325766844416
https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands
Mynd Stéphane Pillaud/IHF