Ísland mætir Brazilíu á morgun kl 10:45 í 8 liða úrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi.

Brazilía bar sigurorð af Rússlandi í dag, 28-26, í 16 liða úrslitum þar sem þeir höfðu frumkvæðið í allan leikinn. Fyrr í dag tryggði Ísland sér sæti í 8 liða úrslitum með sigri á Suður Kóreu.

Þar sem að leikir Rússlands eru í beinni sjónvarpsútsendingu verður leikur Íslands kl 10:45 en ekki 13:00 eins og til stóð

Brazilía lék í D-riðli og endaði í 3. sæti eftir sigra gegn Japan, Túnis og Argentínu en töpuðu fyrir Frökkum og Slóvenum.

Eins og Suður Kórea hafa Brassar verið að spila “villtan” varnarleik með framliggjandi vörn, 3-2-1.

Nú er bara treysta á að strákarnir okkar leysi hana jafnvel og þeir gerðu í dag gegn Suður Kóreu.

Aðra leiki 16. liða úrslita má sjá hér:

http://uralhandball2015.com/en/match/playoff.php

Eins og í gær er hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu á þessum síðum:

http://uralhandball2015.com/stream-divs.php

http://ihf.info/IHFCompetitions/WorldChampionships/MensYouthWorldChampionships/MensYouthWorldChampionshipRUS2015/livestreaming/tabid/7243/Default.aspx

Leikina sem fara fram í Uralets höllinni er hægt að fylgjast með hér:

http://uralhandball2015.com/stream-uralec.php

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á Twitter, Instagram og Vine, þá uppfærum við Facebook síðu sambandsins með fréttum af mótinu.

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands



Mynd Stéphane Pillaud/IHF