Alls hafa 46 menn skorað mörkin 1.593 sem íslenska landsliðið í handknattleik hefur skorað í 56 leikjum á Evrópmótum. 

M2020 er ellefta Evrópumótið sem Ísland tekur þátt í. Íslenska landsliðið hefur verið sleitulaust með í EM frá árinu 2000 eftir að ekki lánaðist að öðlast keppnisrétt á þremur fyrstu Evrópumótunum sem haldin voru, 1994, 1996 og 1998.

Af leikjunum 56 hefur 21 unnist, níu lokið með jafntefli en 26 tapast. Markatalan er í óh
agstæð. Íslenska landsliðið hefur eins og að ofan segir skorað 1.593 mörk en fengið á 1.630.

Eftirtaldir hafa skorað EM-mörk Íslands:

Guðjón Valur Sigurðsson 270

Ólafur Stefánsson 184

Snorri Steinn Guðjónsson 143

Róbert Gunnarsson 106

Arnór Atlason 89

Aron Pálmarsson 88

Alexander Petersson 87

Ásgeir Örn Hallgrímsson 63

Patrekur Jóhannesson 57

Sigfús Sigurðsson 44

Rúnar Kárason 41

Valdimar Grímsson 41

Vignir Svavarsson 35

Þórir Ólafsson 31

Dagur Sigurðsson 28

Einar Örn Jónsson 28

Ólafur A. Guðmundsson 28

Arnór Þór Gunnarsson 25

Gústaf Bjarnason 23

Jaliesky Garcia 18

Einar Hólmgeirsson 17

Róbert Sighvatsson 17

Kári Kristján Kristjánsson 15

Logi Geirsson 15

Rúnar Sigtryggsson 14

Aron Kristjánsson 12

Gunnar Steinn Jónsson 9

Ingimundur Ingimundarson 5

Julian R. Duranona 5

Sturla Ásgeirsson 5

Halldór Ingólfsson 4

Hannes Jónsson 4

Janus Daði Smárason 4

Ragnar Óskarsson 4

Stefán Rafn Sigurmannsson 4

Sverre A. Jakobsson 4

Bjarki Már Gunnarsson 3

Gunnar Berg Viktorsson 3

Ólafur Bjarki Ragnarsson 3

Ómar Ingi Magnússon 3

Heimir Örn Árnason 2

Magnús Sigurðsson 2

Magnús Már Þórðarson 2

Sigurður Bjarnason 2

Sigurður Eggertsson 2

Arnar Freyr Arnarsson 1

Bjarni Fritzson 1

Björgvin Páll Gústavsson 1

Vilhjálmur Halldórsson 1

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM 2020 verður á morgun laugardag gegn Dönum í Malmö-Arena. Flautað verður til leiks klukkan 17.15.



#
strakarnirokkar

 


#
handbolti