HSÍ | Samstarfssamningur HSÍ og Nettó
HSÍ endurnýjaði nýverið samstarfssamning við Nettó og verður vörumerki matvörukeðjunnar framan á stuttbuxum allra landsliða HSÍ. Það er mikið fagnaðarefni að jafn öflugt fyrirtæki eins og Nettó viðhaldi samstarfi við handboltahreyfinguna á Íslandi og vonast HSÍ til þess að eiga gott samstarf við Nettó áfram í framtíðinni. Eitt af verkefnum samstarfsins er að fara í nýliðunarátak í handbolta sem beinist sérstaklega að barna- og unglingaflokka íþróttafélaga á landsvísu.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa segir markmið Nettó að styðja við íþróttastarf á landsvísu með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf. „Við styðjum margþætt æskulýðs- og forvarnarstarf á landsvísu sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl Þessir þættir endurspeglast í samstarfinu við HSÍ,“ segir Ingibjörg Ásta.
„Við í handboltahreyfingunni gleðjumst yfir því að Nettó hafi valið að vinna með okkur og verði með vörumerki sitt á keppnissetti allra landsliða HSÍ. Samstarf HSÍ við atvinnulífið er virkt og ýtir undir sterkar stoðir handboltahreyfingarinnar, það að fyrirtæki eins og Nettó sem er öflugur bakhjarl íþrótta á Íslandi komi til liðs við okkur hjá HSÍ staðfestir það“. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.