Fannar Karvel hefur verið ráðinn í stöðu styrktarþjálfara hjá Handknattleikssambandinu og mun hafa umsjón með allri styrktarþjálfun landsliða HSÍ.
Fannar Karvel er íþróttafræðingur að mennt með MBA frá UEM Escuela Real Madrid. Hann á og rekur Spörtu Heilsurækt og starfar einnig sem stundakennari við HR.
Undanfarin 12 ár hefur Fannar sinnt þjálfun íþróttamanna og þjálfar nú handboltamenn um alla Evrópu ásamt því að sinna styrktarþjálfun liða og leikmanna í Olísdeildum karla og kvenna hér heima.
Við bjóðum Fannar hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum til að njóta krafta hans í framtíðinni.