Handknattleikssamband Íslands óskar eftir að ráða markaðsstjóra til starfa.

Starfið felur í sér umsjón og ábyrgð á markaðs-, fjáröflunar- og kynningarmálum HSÍ.


Starfssvið:

-Umjón með markaðs-, fjáröflunar- og kynningarmálum

-Samræming fjáröflunaraðgerða

-Viðburðastjórnun

-Ímyndarmál

-Áætlanagerð og eftirfylgni

-Innri upplýsingamiðlun og kynning verkefna

-Samskipti við aðildarfélög, styrktaraðila, stuðningsmenn, auglýsingastofur og fjölmiðla

-Ábyrgð á vefsíðu og samfélagsmiðlum sambandsins

-Önnur tilfallandi störf


Hæfniskröfur:


-Reynsla af markaðs- og fjáröflunarmálum

-Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

-Hugmyndaauðgi

-Góðir samskiptahæfileikar, jákvætt viðmót og hæfni til að leiða teymisvinnu

-Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Handknattleikssamband Íslands er eitt stærsta sérsamband innan ÍSÍ og eru starfsmenn á skrifstofu þess nú fjórir.

Vinsamlegast sendið umsóknir á framkvæmdastjóra HSÍ, Róbert Geir Gíslason, robert@hsi.is fyrir 11. september nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason, robert@hsi.is.