Handknattleikssamband Íslands og Duracell hafa gert samstarfssamning sín á milli og mun Duracell verða bakhjarl HSÍ.
Stuðningur Duracell er afar mikilvægur fyrir íslenskan handknattleik og gefur starfi sambandsins svo sannarlega auka orku sem endist lengur. Lýsir HSÍ yfir ánægju sinni með samninginn og vonast til þess að eiga gott samstarf við Duracell í framtíðinni.
Á myndinni má sjá Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ og Jón Viðar Stefánsson, framkvæmdastjóra ÍSAM, söluaðila Duracell á Íslandi handsala samninginn undir vökulu auga Duracell kanínunnar.