Í tilefni af því að HSÍ og Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning vekjum við athygli á á frábæru námskeiði fyrir nýja eða reynslumeiri stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar.

Námslínan
Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir er kennd í Opna háskólanum í HR og hentar afskaplega vel stjórnendum félaga- og sjálfseignastofnana, bæði nýjum og þeim reynslumeiri. Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum sem tengjast störfum innan þriðja geirans. Einnig er áhersla lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standi frammi fyrir.

Nánari upplýsingar og skráning hér.