Í dag hóf nýr starfsmaður störf hjá HSÍ.

 

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu markaðsstjóra HSÍ og mun hafa umsjón með markaðs- og kynningarstörfum sambandsins.

 

Bjarki er 37 ára gamall fyrrum leikmaður Vals í handknattleik og var á árum áður unglingalandsliðsmaður auk þess að eiga nokkra leiki með A landsliðinu. Eftir að ferlinum lauk hóf hann störf hjá markaðsdeild 365 þar sem hann starfaði á árunum 2007 til 2014, meðal annars sem verkefnastjóri Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þá hefur hann starfað á markaðsdeild Símans og hjá Skjá Einum. 

 

Bjarki starfaði nú síðast sem markaðsstjóri Bílanausts.

 

Hægt er að hafa samband við Bjarka á netfangið bjarki@hsi.is.