Í lok ágúst fer fram fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar EHF og eru Valsmenn skráðir til leiks en dragið verður í keppninni 28. júlí nk. Valur er í fyrstu umferð ásamt öðrum 29 liðum víðsvegar frá Evrópu og verður styrkleikaniðurröðun þeirra gefin út á næstu dögum en dregið verður 28. júlí nk.
FH og Afturelding taka þátt í Evrópubikar EHF sem einnig er ný keppni, Afturelding kemur inn þegar dregið í 2. umferð keppninnar og FH kemur inn í 3. Umferð. Afturelding mun leika sína evrópuleiki í október og FH í nóvember nk.
Kvennalið Vals og KA/Þór taka þátt í Evrópubikar kvenna, bæði lið sitja af sér 1. umferð keppninnar. KA/Þór verður svo í pottinum þegar dregið verður til 3. umferðar og Valsstúlkur koma inn í 2. umferðinni.