Í kvöld á hófi Íþróttamanns ársins, var Alfreð Gíslason útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.
Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 542 mörk. Hann var valinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989 þar sem Ísland fór með sigur af hólmi. Sama ár var Alfreð valinn Íþróttamaður ársins. Alfreð Gíslason var landsliðsþjálfari Íslands árin 2006 – 2008 og stýrði liðinu á HM 2007 og á EM 2008.
Á Íslandi þjálfaði Alfreð KA í sex ár og gerði KA að Íslandsmeisturum 1997, bikarmeisturum 1995 og 1996 og deildarmeisturum 1996.
Sem leikmaður átti Alfreð farsælan feril bæði, á Íslandi lék Alfreð með KA og KR og var m.a. spilandi þjálfari með KA. Alfreð spilaði með Tussem Essen í Þýskalandi 1983 – 1988 og Bidasoa á Spáni 1989 – 1991.
HSÍ óskar Alfreð Gíslasyni til hamingju með tilnefninguna.