Handknattleikssamband Íslands og Ísey Skyr hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að Ísey Skyr verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Ísey Skyr komu með vörumerki sitt inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi og munu verða á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta.
“Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ er ómetanlegur og það að Ísey Skyr tengi vörumerki sitt við HSÍ er viðurkenning á því góða starfi sem HSÍ sinnir fyrir handknattleiksfólk á öllum aldri. Handknattleikssambandið er stolt af því að fá Ísey Skyr í hóp sterkra bakhjarla hjá sambandinu og er markmið okkar með samstarfi við Ísey Skyr að tengja HSÍ og Ísey Skyr enn frekar saman og vinna vel í sameiningu að framþróun íslenska handboltans á næstu árum. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Ísey Skyr í framtíðinni.” segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.
„Við erum stolt af því að vera stuðningsaðili við öll íslensku landsliðin í handbolta. Ísey skyr er próteinrík og holl vara og er því góður kostur fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Ísey Skyr er að hefja innreið sína á marga markaði þar sem handbolti er mjög vinsæll og því sjáum við þetta mikils virði fyrir okkar vöru og vörmerki. Ísey Skyr er nú til sölu á 20 mörkuðum, meðal annars fór Ísey Skyr á markað í Frakklandi í lok síðasta árs og ef áætlanir ganga eftir mun skyrið vera fáanlegt í Þýskalandi í vor á þessu ári og vonandi á Spáni fyrir lok árs segir Ari Edwald forstjóri Ísey skyr.