HSÍ | HR heldur áfram með frammistöðumælingar hjá karlalandsliðum HSÍ
HSÍ hefur endurnýjað samning sinn við Háskólann í Reykjavík (HR) um frammistöðumælingar HR á öllum karlalandsliðum hjá sambandinu. HSÍ og HR hafa frá árinu 2016 verið í nánu samstarfi sem snýr að fræðslu og frammistöðumælinga allra landsliða HSÍ. Í gildi er samningur milli HSÍ og HR um frammistöðumælingar vegna landsliða kvenna.
Samvinna HSÍ og HR byggir m.a. á vinnu meistaranema við íþróttafræði HR sem vinnur sín verkefni og þ.m.t. lokaverkerkefni í tengslum við áðurnefndar mælingar. HSÍ og HR hafa m.a. í samvinnu kostað meistaranámsstöðu í íþróttavísindum og þjálfum við íþróttadeild Háskólans í Reykjavík sem snúa að rannsóknum á A landsliðum karla og kvenna.
HSÍ er þakklátt HR fyrir samstarfið enda hefur það skilað góðum árangri sem byggt verður á til framtíðar.