Handboltaskóli HSÍ og Alvogen
Handboltaskóli HSÍ og Alvogen hefur verið starfræktur í yfir 25 ár með góðum árangri.
Í ár verður hann helgina 11. – 13. júní og gert er ráð fyrir að yfir 160 börn æfi undir stjórn þjálfara HSÍ og aðstoðarmanna þeirra.
Handboltaskólinn fer fram í einu af stóru íþróttahúsunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er uppá tvo velli í fullri stærð. Æfingatímar hópanna verða kynntir í næstu viku.
Drengir
Drengir fæddir 2008, hvert félag sendir 4 leikmenn fædda á því ári.
Stúlkur
Stúlkur fæddar 2008, hvert félag sendir 4 leikmenn fædda á því ári.
Mjög áríðandi er að félög tilnefni ekki fleiri en 4 pilta og 4 stúlkur.
Við viljum því biðja félögin um að senda inn lista með nöfnum þeirra sem hafa verið valdir í því félagi á gunnar@hsi.is fyrir föstudaginn 4.júní.
Það sem þarf að koma fram er fullt nafn, staða, stærð á bol og e-mail foreldris.