HSÍ | Fjórir handboltamenn í topp tíu efst í kjöri Íþróttamanns ársins
Samtök Íþróttafréttamanna tilkynnti í morgun hvaða tíu íþróttamenn eru efstir í kjöri samtakana í vali þeirra á íþróttamanni ársins 2021. Fjórir handknattleiksmenn eru á meðal tíu efstu í ár og eru það eftirfarandi leikmenn:
Aron Pálmarsson leikmaður Álaborgar í Danmörku
Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo í Þýskalandi
Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg í Þýskalandi
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þór.
Einnig var tilkynnt hvaða lið eru tilnefnd sem íþróttalið ársins og er KA/Þór í handbolta eitt af þremur efstu í kjörinu. Þá er Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er einn af þremur efstu í kjör til þjálfara ársins.
Samtök Íþróttafréttamanna munu halda verðlaunahóf miðvikudagskvöldið 29. desember nk. í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 19:40.
Handbolti.is birtir í dag skemmtilega samantekt um val á íþróttamanni ársins og tekur saman sögulega punkta um þá handboltamenn sem hafa unnið eða verið tilnefndir til þessara verðlauna. Frétt handbolta.is má lesa hér: https://www.handbolti.is/fjorir-handboltamenn-i-hopi-tiu-efstu-i-kjori-ithrottamanns-arsins-2021/