HSÍ | Bjarki og Gunnar Óli fullgildir EHF dómarar
Dómaraparið Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu á EM í Litháen á dögunum og stóðu sig vel. Partur af veru þeirra þar var að klára EHF dómarapróf til að fá fullgildingu sem EHF dómarar. Frammistaða þeirrra á mótinu veitti þeim EHF réttindi til dómgæslu í öllum mótum á vegum EHF.
HSÍ ræddi stuttlega við Bjarka Bóasson og sagði hann að ný dómarapör gætu fengið boð á leiki í lok ágúst eða í byrjun september. Draumur þeirra væri að komast í hóp dómara sem dæmda í forkeppnum Evrópudeildarinnar og Challenge cup. Langtímamarkiðið væri að fylgja eftir öðrum EHF dómurum fra Íslandi og komast í stærri verkefni á næstu árum.
Önnur íslensk EHF dómarpör eru:
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson
HSÍ óskar þeim til hamingju með EHF réttindinn.