U-21 árs landslið tapaði í dag fyrir Noregi 27-21 í undankeppni HM en leikið var í Strandgötu. Þar með er HM draumur drengjanna úr sögunni. Staðan í hálfleik var 14-8 Noregi í Vil.
Slæmur kafli íslenska liðsins um miðjan fyrri hálfleik fór illa með liðið og náði það ekki að koma til baka.
Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 6, Egill Magnússon 5, Adam Haukur Baumrum, Starri Friðriksson 2, Sigvaldi Guðjónsson 2 og Alexander Örn Júlíusson 1.
Á morgun mætir liðið Eistlandi í lokaleik undankeppninnar og hefst leikurinn kl.16.00.