Allir leikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla á Evrópumeistaramótinu, EM2020, verða í textalýsing í rauntíma á vefsíðu HBStatz.is sem finna má einnig á hsi.is.
Hjá HBStatz verður að finna að vanda vandaða tölfræði hvers leiks eins og fólk þekkir m.a. úr leikjum Olís-deildanna. Auk þess verða sérstakar leikmannasíður þar sem hægt verður að sjá alla tölfræðiþætti hvers leikmanns landsliðsins.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM fer fram í kvöld þegar Ísland mætir Danmörku í Malmö-Arena. Flautað verður til leiks klukkan 18.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV. Þá er upplagt að hafa tölfræði HBStatz við hendina með fylgst er með sjónvarpsútsendingunni.



#handbolti

#strakarnirokkar

#ehfeuro2020

#dreamwinremember