Næstkomandi helgi fer fram handboltaskóli HSÍ, fjórir leikmenn (f.2003) koma frá hverju félagi og æfa fjórum sinnum yfir helgina.

Auk þess að æfa fá leikmennirnir einnig bol og miða á leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 12. júní kl.17.00

Þá mun íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík gera mælingar á leikmönnum sem taka þátt í handboltaskólanum, mælingarnar eru gerðar í samvinnu við HSÍ. Ef frekari spurningar vakna varðandi þessa rannsókn er hægt að hafa samband við Svein Þorgeirsson hjá HR, sveinntho@ru.is 

ÆFINGATÍMAR – STÚLKUR:



Fös. 10.júní        17.30-19.00        N1-Höllin, Mosfellsbæ

Lau. 11.júní          9.00-10.30        Schenker-höllin, Hafnarfirði

                             14.00-15.30        Schenker-höllin, Hafnarfirði

Sun. 12.júní        10.00-11.30        N1-höllin, Mosfellsbæ

Þjálfari: Ólafur Víðir Ólafsson og Hákon Bridde



ÆFINGATÍMAR – DRENGIR:



Fös. 10.júní        19.00-20.30        N1-Höllin, Mosfellsbæ

Lau. 11.júní        10.30-12.00        Schenker-höllin, Hafnarfirði

                             15.30-17.00        Schenker-höllin, Hafnarfirði

Sun. 12.júní        11.30-13.00        N1-höllin, Mosfellsbæ

Þjálfari: Maksim Akbashev

Leikmenn eru beðnir um að mæta með bolta og brúsa.

Nánari upplýsingar magnus@hsi.is