Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 100 krakkar æfðu saman
Fyrsta æfingahelgin í Hæfileikamótun HSÍ fyrir tímabilið 24/25 fór fram um síðustu helgi í Egilshöll og voru yfir 100 krakkar frá öllum aðildarfélögum HSÍ tilnefnd. Að þessu sinni er Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædd 2011 og æfði hver hópur fjórum sinnum yfir helgina.
Markmið Hæfileikamótunar HSÍ er fyrst og fremst að fylgjast með yngri leikmönnum félagana og fjölga þeim iðkendum sem fylgst er með á landsvísu, veita þeim aðhald og undirbúning fyrir komandi landsliðsval og landsliðsverkefni. Hæfileikamótun er einnig mikilvægur vettvangur fyrir krakkana til að æfa saman á hæsta getustigi þessa aldursflokks en um leið búa til og byggja upp þéttan hóp iðkenda sem skipa munu yngri landslið HSÍ á komandi árum.
HSÍ þakkar krökkunum fyrir liðna helgi en næstu æfingar Hæfileikamótunar HSÍ verða 13. – 15. desember í Kaplakrika.