Hæfileikamótun HSÍ | Úrtakshópur 24. – 26. maí 2024
Fimmta og jafnframt seinasta æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ fyrir tímabilið 2023/2024 fór fram um nýliðna helgi í Safamýri.
Um 30 drengir og 30 stúlkur voru boðuð í úrtakshóp að þessu sinni en hátt í 200 iðkendur tóku þátt í Hæfileikamótun HSÍ á nýliðnu tímabili.
Að vanda var boðið upp á frábæra dagskrá fyrir iðkendur. Ásamt krefjandi æfingum var boðið upp á fyrirlestra í styrktarþjálfun og íþróttasálfræði, þar sem meðal annars var farið yfir jákvætt sjálfstal, áræðni, stress og markmiðasetningu. Boðið var upp á kjúklingasalat frá BK kjúkling og pizzu frá Dominos. Á laugardeginum fóru iðkendur saman í Laugarásbíó.
Gríðarlegur efniviður er hjá iðkendum í 2010 árgangi og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þessum framtíðar landsliðsmönnum þroskast og eflast í framtíðinni.