Hæfileikamótun HSÍ | Önnur æfingahelgi

Önnur æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ fór fram um 13. – 15. desember í Kaplakrika. 102 krakkar fædd 2011 voru tilnefnd frá 16 aðildarfélögum HSÍ að þessu sinni.

Á Hæfileikamótun HSÍ æfa krakkarnir fjórum sinnum saman yfir helgina en með þessu byggist bæði upp þéttur hópur framtíðar landsliðs auk þess sem hægt er að fylgjast með og veita framtíðar stjörnum okkar gott aðhald og undirbúning.

2011 árgangurinn hefur á að skipa gríðarlega efnilegum hópi leikmanna sem munu svo sannarlega láta til sín taka á komandi árum.

HSÍ þakkar krökkunum fyrir helgina en næsta Hæfileikamótun HSÍ fer fram 14.-16.febrúar.