Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um síðustu helgi í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa enda þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna í fyrsta skiptið. 90 krakkar voru boðuð að þessu sinni á Hæfileikamótunina og æfði hvor hópur fjórum sinnum ásamt því að sitja fyrirlestur frá Bjarna Fritzsyni sálfræðingi og þjálfara meistaraflokks ÍR.
HSÍ vill þakka Bláa lóninu fyrir aðkomu þeirra að Hæfileikamótunin HSÍ og Bláa lónsins.