Hæfileikamótun HSÍ | 107 iðkendur frá 17 félögum
Önnur æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ fyrir tímabilið 2023-2024 fór fram 8-10 desember.
107 iðkendur fengu boð um að mæta á æfingarnar, 56 drengir úr 17 félögum og 51 stúlka úr 14 félögum. Fjórar æfingar voru á hvorn hóp um helgina en æfingarnar fóru fram í Kaplakrika.
Auk æfinga var boðið upp á hádegismat og fyrirlestur á laugardeginum en á fyrirlestrinum fengu iðkendur greinagóða lýsingu á því sem framundan er í Hæfileikamótun HSÍ, hvað tekur við eftir tímabilið og hvernig valið er í unglingalandslið. 2010 árgangurinn hefur á að skipa afar hæfileikaríkum, metnaðarfullum og duglegum iðkendum og má með sanni segja að framtíðin sé björt.