Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer þessa dagana fram í Kisakallio í Finnlandi. Kisakallio er í næsta nágrenni við Helsinki, en þar hafa Finnar komið upp frábærri aðstöðu fyrir allt sem tengist íþróttum. Mótið hefur verið haldið árlega í rúm 60 ár og Reykjavík verið með síðan 2006. Á mótinu er m.a. keppt í handknattleik, knattspyrnu og frjálsum íþróttum.
Reykjavík sendir lið í handknattleik á mótið skipað stúlkum fæddum 2002, þjálfari liðsins er Hafdís Guðjónsdóttir.
Hópurinn er sem hér segir:
Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Valur
Ásthildur Bertha Bjarkardóttir, Fylkir
Daðey Ásta Hálfdánardóttir, Fram
Elín Rósa Magnúsdóttir, ÍR
Guðlaug Embla Hjartardóttir, ÍR
Hanna Hrund Sigurðardóttir, Fjölnir
Ída Margrét Stefánsdóttir, Valur
Lára Rósa Ásgeirsdóttir, Fylkir
Nikólína Milansdóttir Remic, Valur
Selma María Jónsdóttir, Fylkir
Fyrsti leikur liðsins var í morgun gegn Helsinki, skemmst er frá því að segja að okkar stúlkur unnu góðan sigur, 23-10.
Markarskorarar Reykjavíkur í leiknum:
Hanna 7, Elín 6, Daðey 3, Ída 2, Ásdís 2, Nikólína 1 og Ásthildur 1.
Næstu leikir stúlkanna:
Þriðjudagur 24. maí Reykjavík – Stokkhólmur
Miðvikudagur 25. maí Reykjavík – Kaupmannahöfn
Fimmtudagur 26. maí Reykjavík – Osló