Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Arion Banka standa fyrir fyrirlestrum þann 1.mars næstkomandi.

Þórir Hergeirsson, sigursælasti handknattleikssþjálfari sögunnar, mun halda tvo fyrirlestra laugardaginn 1.mars n.k. Auk Þóris mun Hafrún Kristjánsdóttir einnig halda fyrirlestur.

Dagskráin er eftirfarandi :

10:00-10:45. Þórir Hergeirsson – Afreksstarf.

10:45-11:00. Hafrún Kristjánsdóttir – Mikilvægi sálfræðilegra þátta í árangri og vellíðan afreksmanna.

11:00-11:15. Kaffi.

11:15-12:00. Þórir Hergeirsson – Stefna, fag og ferðalagið að árangri.

Skráning á fyrirlestrana fara fram í gegnum hsi@hsi.is

Fyrirlestrarnir eru í boði HSÍ og Arion banka og fara fram í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.