Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
1. Reynir Jónasson leikmaður ÍH fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik ÍH og Þróttar í M.fl.ka. 25.01.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa.
2. Borist hefur agaskýrsla vegna framkomu Heimis Ríkarðssonar eftir leik Gróttu og Vals í 3.fl.ka. 25.01.2014 lauk. Ekki hefur borist leikskýrsla og þörf er á frekari gagnaöflun og er því málinu frestað til næsta fundar.
Önnnur mál lágu ekki fyrir
Gunnar K. Gunnarsson, formaður