Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
1. Halldór Jóhann Sigfússon starfsmaður Fram fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum eftir leik Fram og Gróttu í M.fl.kv. 13.03.2014. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
2. Atli Kristinsson leikmaður Selfoss fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu mínútu leiks Selfoss og KR í M.fl.ka. 14.03.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
3. Daníel Einarsson leikmaður KR fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu mínútu leiks Selfoss og KR í M.fl.ka. 14.03.2014. Greinargerð barst frá KR vegna málsins þar sem rauða spjaldið var ekki skráð á leikskýrslu. Aganefnd hefur þó ákveðið að taka málið fyrir þar sem merkt var við á leikskýrslu að agaskýrsla fylgir. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
4. Arnþór Finnsson leikmaður Hamrana fékk rautt spjald á síðustu mínútum leiks Hamrana og Gróttu í M.fl.ka 15.03.2014. Eftir að hafa lesið skýringar dómara og séð myndband af atvikinu telur aganefnd ekk þörf á að aðhafast neitt í málinu.
Önnnur mál lágu ekki fyrir
Gunnar K. Gunnarsson, formaður.