Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
1. Jóhannes Lange starfsmaður Fylkis fékk útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum eftir leik Fylkis og Vals í M.fl.kv. 11.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
2. Jóhann Birgir Lárusson leikmaður Fylkis fékk útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrara framkomu eftir leik Þórs og Fylkis í 4.fl.ka. 15.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
3. Stjórn HSÍ hefur vísað máli til aganefndar í samræmi við 18,gr.“ Reglugerðar HSÍ um agamál “
Málið snýst um að Agnar Smári Jónsson leikmaður mfl. ÍBV skrifaði á samfélagsmiðilinn Twitter óviðeigandi ummæli um dómara leiks Stjörnunar og FH í mfl.ka. Ljóst er að Agnar Smári var á engan hátt þátttakandi í leiknum.
Aganefnd klofnaði við að úrskurða í málinu.
Tveir nefndarmenn lögðu til að málinu væri vísað frá þar sem það væri ekki á valdsviði aganefndar að úrskurða í málinu. Aganefnd harmar að slík ummæli komi frá leikmanni með leikheimild frá HSÍ þótt aganefnd telji að henni sé ekki fært að úrskurða um málið þar sem hann var ekki þátttakandi i viðkomandi leik né í fyrirsvari fyrir annað hvort liðið.
Einn nefndarmaður lagði til taka málið til efnislegrar meðferðar.
Úrskurður:
Máli stjórnar HSÍ vegna skrifa Agnars Smára Jónssonar á Twitter er vísað frá.
Önnnur mál lágu ekki fyrir
Gunnar K. Gunnarsson, formaður