Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
1. Jón Heiðar Gunnarsson leikmaður ÍR fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum í leik Selfoss og ÍR í M.fl.ka. 10.02.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
2. Þórður Rafn Guðmundsson leikmaður Hauka fékk útilokun með skýrslu vegna brots á síðustu mínútu leiks Vals og Hauka í M.fl.ka. 10.02.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
3. Aganefnd hefur borist erindi frá stjórn HSÍ vegna ummæla sem Halldór Stefán Haraldsson lét hafa eftir sér á vefmiðlinum sport.is. Fer hann þar mjög niðrandi orðum um dómara í leik Fylkis og Hauka í Coca Cola bikar kvenna 4.02.2014. Halldóri og Fylki hafa verið gefin tækifæri til að andmæla en hafa kosið að nýta sér ekki þann rétt. Aganefnd telur að þarna hafi Halldór farið yfir strikið hvað varðar að geti talist eðlileg ummæli um dómara. Niðurstaða aganefndar er að Halldór er úrskurðaður í eins leiks bann.
Önnnur mál lágu ekki fyrir
Gunnar K. Gunnarsson, formaður