
U-18 ára landslið karla vann stórsigur á Slóvökum nú í morgun á Sparkassen Cup í Þýskalandi 32-20. Staða í hálfleik var 12-10 fyrir Íslandi. Strákarnir léku frábærlega í síðari hálfleik og með frábærum varnarleik og góðri markvörslu vannst öruggur sigur.